Carbfix and Sigyn Jonsdottir bring Nordic Women in Tech Awards home to Iceland
Iceland had two winners at the recent Nordic Women in Tech Awards, held in Oslo on November 13. The awards ceremony brought together women and technology professionals from all over the Nordic region.
The awards ceremony was now held for the sixth time and honors women, queer and trans women from all over the Nordic region who have excelled in their fields. Nominations were made in 10 categories and Icelanders won awards in two of them. Edda Sif Pind Aradóttir and the team at Carbfix won the Innovation Company of the Year award and Sigyn Jónsdóttir, co-founder and CTO at Alda, was chosen as Digital Leader of the Year.
Carbfix is an Icelandic innovation company owned by Orkuveitan that has developed technology to permanently bind carbon dioxide and hydrogen sulfide in rock. Carbfix’s goal is to combat climate change by building safe and proven technologies to sequester carbon dioxide, both in Iceland and abroad.
“Now that we are in an unprecedented period of global warming, it is important to accelerate climate action. We have the solutions, but we are losing valuable time by not implementing them fast enough to drive real change. We must act faster and increase the share of women in leadership roles and generally focus more on gender equality. Diverse perspectives are not only useful; they are essential to putting the solutions we have into action that the world needs immediately.” Says Edda Sif Pind Aradóttir, CEO of Carbfix.
Alda is a software and innovation company that helps companies and organizations assess the state of diversity and inclusion, set goals and design an action plan with the support of artificial intelligence. Alda’s microlearning helps companies work purposefully towards achieving their goals. The software is based on a proven methodology that has been developed over years with a number of companies and organizations in Iceland.
“Data is at the heart of what we do at Alda. We clearly see that companies and organizations want to implement change in a daily and data-driven way, and by measuring inclusion and analyzing diversity data, we contribute to informed strategic decisions that promote positive change. This approach ensures that all employees not only feel welcome, but can also flourish. We believe that innovation and data can create a better society - for all of us.” Says Sigyn Jónsdóttir, co-founder and CTO of Alda.
WomenTechIceland was involved in producing the awards and the gala event was MC’d by Valenttina Griffin, the co-founder of the organization. Halla Tómasdóttir, President of Iceland, sent a letter of congratulations to all the award winners, which was read from the gala stage, and reiterated the important role of the Nordic countries in leading the way in the advancement of women and the fight for gender equality.
“Awards ceremonies like these are a good reminder of all the hard work that women and girls are leading in the technology sector, and we are really proud of the Icelandic award winners. They show in action what can be done when we all put our hands together.” - says Valenttina Griffin, co-founder of WomenTechIceland.
The jury representing Iceland was Valur Þór Gunnarsson, founder and CEO of Taktikal, and Safa Jemai, CEO of Víkonnekt.
Other nominees from Iceland include:
Women in Tech Ally: (two nominations)
Helena S. Jónsdottir, Project Manager at Arion Bank and Founder of Ada Konur
Ada - Association of Women and Men in Technology at the University of Iceland
Rising Star of the Year:
Hörn Valdimarsdóttir, Co-Founder and COO at Defend Iceland
Social Impact of the Year:
Anna C W De Matos, Managing Director of Circular Library Network
Investor of the Year:
Ásthildur Otharsdóttir, Partner at Frumtak Ventures
Entrepreneurship of the Year:
Elfa Ólafsdóttir, Marketing Director at Helix Health
Entrepreneur of the Year:
Sigrún Jenný Bardadóttir, Managing Director and Founder of Memm.Care
DEIB Leader of the Year:
Sigrún Ósk Jakobsdóttir, Human Resources Manager at Advania Iceland
Programmer of the Year:
Anna Guðbjörg Cowden, Producer at CCP Games
The awards ceremony will be held again next year, with the aim of completing a tour of the Nordic countries and holding the ceremony in Finland.
Carbfix og Sigyn Jónsdóttir hjá Alda hljóta verðlaun á Nordic Women in Tech Awards
Ísland hlaut tvenn verðlaun á einni stærstu tæknihátíð Norðurlandanna þar sem framlag til jafnréttis í tækni er í hávegum haft
Reykjavík, 15. nóvember 2024. Íslandi átti tvo verðlaunahafa á nýafstaðinni verðlaunahátíð Nordic Women in Tech Awards sem var haldin í Osló þann 13. nóvember sl. Á verðlaunahátíðinni komu saman konur og aðilar út tæknigeiranum frá öllum Norðurlöndunum.
Verðlaunahátíðin var nú haldin í sjötta sinn en hátíðin heiðrar konur, kvár og transkonur frá öllum Norðurlöndunum sem hafa skarað fram úr á sínu sviði. Tilnefnt var í 10 flokkum og hlutu Íslendingar verðlaun í tveimur þeirra. Edda Sif Pind Aradóttir og teymið hjá Carbfix hlutu verðlaun sem nýsköpunarfyrirtæki ársins og Sigyn Jónsdóttir, stofnandi og tæknistjóri hjá Alda, var valin stafrænn leiðtogi ársins.
Carbfix er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki í eigu Orkuveitunnar sem hefur þróað tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi. Markmið Carbfix er að vinna gegn loftslagsbreytingum með því að byggja upp örugga og þrautreynda tækni til að binda koldíoxíð í stein, hér á landi og erlendis.
“Nú þegar við erum á fordæmalausu tímabili hlýnunar Jarðar er mikilvægt að hraða loftslagsaðgerðum. Við höfum lausnirnar en töpum dýrmætum tíma með því að innleiða þær ekki nógu hratt til að knýja fram raunverulegar breytingar. Við verðum við að bregðast hraðar við og auka hlut kvenna í leiðtogahlutverkum og almennt einblína meira á jafnrétti kynjanna. Fjölbreytt sjónarmið eru ekki bara gagnleg; þau eru nauðsynleg til að koma þeim lausnum sem við búum yfir í gagnið sem heimurinn þarfnast strax.” Segir Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.
Alda er hugbúnaðar- og nýsköpunarfyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að meta stöðu fjölbreytileika og inngildingar, setja sér markmið og hanna aðgerðaáætlun með stuðningi gervigreindar. Örfræðsla Öldu hjálpar svo fyrirtækjum að vinna markvisst að því að ná settum markmiðum. Hugbúnaðurinn byggir á sannreyndri aðferðafræði sem þróuð hefur verið um árabil með fjölda fyrirtækja og stofnana á Íslandi.
“Gögn eru hjartað í því sem við gerum hjá Öldu. Við sjáum skýrt að fyrirtæki og stofnanir vilja innleiða breytingar á daglegan og gagnadrifinn hátt og með því að mæla inngildingu og greina gögn um fjölbreytileika stuðlum við að upplýstum stefnumótandi ákvörðunum sem stuðla að jákvæðum breytingum. Þessi nálgun tryggir að allt starfsfólk upplifi sig ekki aðeins velkomið, heldur getur líka blómstrað. Við trúum því að nýsköpun og gögn geti skapað betra samfélag - fyrir okkur öll.” Segir Sigyn Jónsdóttir, meðstofnandi og tæknistjóri Öldu.
WomenTechIceland kom að framkvæmd verðlaunanna og var Valenttina Griffin, stofnandi samtakanna, kynnir á hátíðinni. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sendi kveðjur til allra verðlaunahafa þar sem hún ítrekaði mikilvægt hlutverk Norðurlandanna að vera leiðarljós í framgangi kvenna og baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna.
“Verðlaunahátíðir eins og þessar eru góð áminning um allt það kröftuga starf sem konur og kvár eru að leiða í tæknigeiranum og við erum virkilega stoltar af íslensku verðlaunahöfunum. Þær sýna í verki hvað er hægt að gera þegar við leggjum öll hönd á plóg. “ - segir Valenttina Griffin, stofnandi WomenTechIceland.
Í dómnefndinni fyrir hönd Íslands sátu Valur Þór Gunnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Taktikal, og Safa Jemai, forstjóri hjá Víkonnekt.
Önnur sem voru tilnefnd frá Íslandi eru:
Women in Tech Ally: (tvær tilnefningar)
Helena S. Jónsdottir, verkefnastjóri hjá Arion banka og stofnandi Ada konur
Ada - samtök kvenna og kvára í tækni við Háskóla Íslands
Rísandi stjarna ársins:
Hörn Valdimarsdóttir, meðstofnandi og COO hjá Defend Iceland
Samfélagsáhrif ársins:
Anna C W De Matos, framkvæmdastjóri Circular Library Network
Fjárfestir ársins:
Ásthildur Otharsdóttir, meðeigandi hjá Frumtak Ventures
Framtak ársins:
Elfa Ólafsdóttir, markaðsstjóri Helix health
Frumkvöðull ársins:
Sigrún Jenný Bardadóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Memm.Care
DEIB leiðtogi ársins:
Sigrún Ósk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Advania Ísland
Forritari ársins:
Anna Guðbjörg Cowden, producer hjá CCP Games
Verðlaunahátíðin verður haldin aftur að ári og þá er stefnt að því að ljúka hring um Norðurlöndin og halda hátíðina í Finnlandi.